05.06.1941
Efri deild: 72. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (2577)

70. mál, Háskóli Íslands

Árni Jónsson:

Herra forseti! Ég hef ekkert við það að athuga, að tvö fyrstu málin á dagskrá komi til umr. á undan háskólafrv., en mér er ekki um, að 3. málið verði tekið á undan. Vitanlega er rétt að taka tillit til óska hæstv. forsrh., en mér finnst samt í mikið ráðizt að fara að taka þetta mál fram fyrir, þegar afbrigði þarf fyrir því. — Mér þykir vænt um, að hæstv. forsrh. er kominn hér í deildina. — Ég var að kvarta yfir því, að háskólafrv. skyldi ekki vera afgr., heldur haft nú sem fjórða mál á dagskrá. Hæstv. forseti hefur upplýst, að frv. um áfengislögin sé tekið á undan eftir ósk hæstv. forsrh. Nú vil ég spyrja hæstv. ráðh., hvort honum finnist ekki sanngjarnt, að háskólafrv. sé rætt á undan.