21.05.1941
Efri deild: 65. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (2606)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti! Þetta mál er flutt af meiri hl. sjútvn. þessarar hv. d., og er það gert í samráði við hæstv. félmrh.

Það er mjög nauðsynlegt að koma breyt. á þessi l., sem hér ræðir um, og er það vegna þess, að ákvæði 1. nr. 37 12. febr. 1940, um stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna, virðast ætla að verða nokkuð erfið í framkvæmdinni og það sennilega þungbærari heldur en menn hafa gert ráð fyrir, þegar l. voru sett, að því er snertir vélbátaflotann. Ég skal, með leyfi hæstv. forseta, leyfa mér að lesa hér nokkuð upp úr álitsgerð Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem er send Alþ. og dagsett 18. maí 1941 og hljóðar þannig:

„Í 1. gr. laga nr. 37 frá 12. febrúar 1940 er svo fyrir mælt, að „stofna skuli stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna, og er hlutverk þess að tryggja gegn dauða og örorku af völdum stríðsslysa skipshafnir á þeim íslenzkum skipum, sem slíka tryggingu þurfa að kaupa.

Jafnframt er í sömu grein gert ráð fyrir því, að trygging samkv. 1. nái einnig til þess, er skipshöfn ferst með skipi, sem týnist án þess að til spyrjist, hversu týnzt hafi.

Grundvöllur 1. mun byggzt hafa á hættu þeirri, sem steðjaði að íslenzkum skipum, er sigldu milli landa, og þegar talað er í 1. gr. 1. um „skip“, sem slíka tryggingu þurfa að kaupa, mun átt við þau íslenzku kaupför og fiskiskip, sem voru og mundu verða í förum milli landa.

Tryggingarupphæðin er síðan ákveðin í l. nr. 66 frá 7. maí 1940, um stríðsslysatryggingu sjómanna, c-lið 3. gr., og mun hún verða ca. 20000 kr. á hvern skipverja. skv. upplýsingum frá forstjóra Sjóvátryggingarfélags Íslands.

Síðar er svo gefin út reglugerð, sem staðfest er skv. fyrrgreindum 1., og í 3. gr. þeirrar reglugerðar er ákveðið, að tryggja beri skv. fyrrgreindum lögum skipverja á öllum íslenzkum skipum, stærri en 12 smálestir, sem stunda fiskiveiðar eða hvers konar flutninga við strendur landsins, og í 8. gr. sömu reglug. ákveðið, að stjórn stríðstryggingafélasins ákveði iðgjöldin af tryggingarupphæðinni fyrir hverja ferð skipanna, eða um óákveðinn tíma, eftir áhættunni á hverjum tíma.

Á hinum alvarlegu tímum, sem að oss steðja og valda hinni auknu hættu á siglingaleið skipa vorra, verður ekki um nauðsyn slíkrar lagasetningar, sem hér um ræðir, deilt. En þar sem sýnilegt er af efni og anda 1., að þau eru fyrst og fremst til orðin vegna hættunnar á millilandasiglingum, vaknar sú spurning, hvort ekki sé gengið mikils til of langt í ákvæðum 3, gr. fyrrnefndrar reglug., sem lætur tryggingarskylduna ná til allra skipa, sem eru yfir 12 smálestir og stunda veiðar og eru í förum við strendur landsins.

Þegar ákvæði 3. gr. reglug. eru athuguð í sambandi við 3. málgr. 1. gr. 1., nr. 37 frá 1940, kemur í ljós, að skip, sem farast hér við strendur landsins, eru talin farast af stríðsvöldum, ef ekki til þeirra spyrst eða annað reynist augljóst, og leiðir þetta sýnilega til þess, að stríðstryggingafélaginu er nauðugur einn kostur að taka verulega há iðgjöld af tryggingarupphæðinni, til að geta staðizt ófyrirsjáanlegt tjón. Nú er hins vegar víst, og gildir það einkum um smærri vélbáta og fiskiskip, sem stunda veiðar grunnt undan ströndum landsins, að þau eru í tiltölulega mjög lítilli ófriðarhættu, og því t. d. mjög óeðlilegt að ætla slys af stríðsvöldum, ef fiskibátur hverfur í óveðri án þess að til hans spyrjist, heldur allar líkur til að ætla, að um venjulegan sjóskaða sé að ræða.

En á þetta er minnzt hér til að leitast við að sýna fram á, hve ákvæði fyrrgreindra 1. eiga illa við um skip, sem eingöngu stunda veiðar eða eru í förum við strendur landsins, og fjarstætt að leggja útgarðarmönnum á herðar gífurlegar iðgjaldagreiðslur af stríðstryggingum skipshafna, þegar þannig háttar.

Það má t. d. taka það dæmi, að í ofviðrinu mikla, sem geisaði í vetur, og mestu sjótjónin urðu hér í Reykjavík, Keflavík og víðar, báta og skip rak á land og brotnuðu, fórst vélbáturinn Hjörtur Pétursson, og spurðist ekkert til hans. Menn voru ekki í nokkrum vafa um það, að ofviðrið hafði orsakað hið sorglega slys, en samkvæmt ákvæðum fyrrgreindra 1. og reglug. verður vafalaust litið á atvik þetta sem af stríðsvöldum væri.

Eins og brýna nauðsyn bar til að setja hin fyrrgreindu 1. einmitt á þeim grundvelli, sem á hefur verið drepið hér að framan, þ. e. með tilliti til millilandasiglinga, eins er nauðsynlegt að sporna fæti við því, að ákvæði þeirra leggi hlutaðeigendum þung fjárútlát á herðar og gangi langt fram yfir það, sem eðlilegt er og öll sanngirni mælir með.

Vér álítum, að með ákvæðum 3. gr. fyrrnefndrar reglug. sé upphaflega grundvelli fyrir stríðstryggingalöggjöfinni varpað á glæ, en hinn nýi og breiði grundvöllur um stríðstryggingarskyldu skipshafna fari langt út fyrir þau takmörk, sem eðlileg eru.

Í þessu sambandi teljum vér rétt að minna á það, að nýlega er lokið samningum um stórkostlega auknar tryggingar skipverja á kaupskipaflotanum í millilandasiglingum og að félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hefur boðið stéttarfélögum sjómanna samskonar tryggingar á togurunum í millilandaferðum. Ef tryggingarupphæðin á skipverjum á fiskibátum og skipum hér við strendur landsins ætti að haldast í hendur við þessar tryggingar, sem verið hefur hingað til samkv. ákvæðum l., mundi algerlega fráleitt, að smærri útgerðarmenn og bátaeigendur gætu staðizt iðgjaldagreiðslurnar af slíkum tryggingum, eins og illmögulegt er fyrir þá að standast þau iðgjöld, sem þeim ber að greiða samkv. núgildandi ákvæðum.

Í samvinnu við fróðustu menn höfum vér sannreynt, að iðgjaldagreiðsla útvegsmanna og bátaeigenda smærri skipa muni vera um ca. 6000 kr. árl. af 12 smálesta báti, ca. 15–16 þús. kr. af 30 smál. fiskiskipi, sem einnig stundar síldveiðar eitt um nót, og því hærra sem skipin eru stærri, — og er þá miðað við, að skipin séu gerð út árlangt. Sjá allir, hvílík fjarstæða er hér á ferðum, sem eingöngu byggist á ákvæði 3. málsgr. 1. gr. l. nr. 37 frá 12. febr. 1940. Samsvarandi mundi svo fjarstæðan aukast, ef tryggingarupphæðin á smærri skipunum, sem eingöngu stunda veiðar eða eru í förum við strendur landsins, yrði hlutfallslega hækkuð við það, sem orðið er á kaupskipaflotanum.

Oss finnst öll rök mæla með því, að hér verði gerð breyting á hið allra bráðasta. Vér erum þess fullvissir, að slíkar kvaðir og skyldur á herðar útgerðarmönnum eru bæði óvinsælar og óbærilegar.

Vér teljum rétt, að haldið verði við hinn raunverulega og upphaflega grundvöll hinnar nauðsynlegu lagasetningar, sem hér um ræðir, og ákvæði 1. séu miðuð við ferðir skipanna milli landa, en ekki þeirra, sem athafna sig og starfa í flóum og fjörðum landsins.

Jafnframt leyfum vér oss að láta hér með fylgja till. þær, sem stjórn stríðstryggingafélagsins hefur gert um breytingar á 1. gr. 1. nr. 37 frá 1940, og teljum, að 3. liður þeirra tillagna sé spor í þá átt, að iðgjöldin af tryggingunum lækki, ef önnur aðferð þykir ekki vænleg.

Treystum vér hæstv. sjútvn. að beita sér fyrir breyt. í þessa átt, og þó einkum, að síðari hl. ákvæðis 3. gr. nefndrar reglug. verði felldur úr gildi, eða eigendum skipa og báta verði veitt frjálsræði í tryggingu skipshafna sinna, þegar skipin eru ekki í förum milli landa.

Virðingarfyllst J. V. Hafstein

Til sjávarútvegsnefnda Alþingis, Reykjavík.“ Þetta er frá Landssambandi útvegsmanna. Og

við það má bæta því, að til einstakra hv. þm. og til hæstv. Alþ. streyma nú mótmæli frá ýmsum verstöðvum, og þau mjög sterk, gegn þessari tryggingarskyldu eða iðgjaldahæð. Er svo ríkt að orði komizt í sumum þessara skeyta, að það er sýnilegt, að menn velta því fyrir sér, hvort vert sé að halda áfram útgerð, ef ekki fæst lögun á þessu. Ég veit til þess, að það er von á ýtarlegri mótmælum um þessi atriði og líka áskorun um það að breyta hreint og beint grundvelli stríðstryggingal. í þá átt, að vélbátaflotinn myndi í tryggingunum heild út af fyrir sig, óháða hinum stærri skipum, og að samin verði löggjöf á þeim grundvelli, hvort sem það reynist fært eða ekki að koma því í framkvæmd. Þessi útreikningur, sem á er minnzt í bréfinu í þessu sambandi, hefur líka verið prófaður af öðrum. Og niðurstaðan er allajafna sú sama, sú, í stuttu máli sagt, að bátar, sem gerðir eru út árlangt, á vertíð sunnanlands, síldveiði norðanlands og svo haustvertíð, að frádregnum þeim tíma, sem sá bátur þarf að vera til nauðsynlegrar aðgerðar, svona bátur verður að inna af hendi um hálft 16. þús. kr. í stríðs- og aðrar mannatryggingar á ári. Ef svo, eins og kemur fram í bréfi Landssambandsins, þetta yrði fært fram samkv. þeim samningum, sem nú hafa verið gerðir um auknar tryggingar, þá gæti verið að ræða um miklu stærri upphæðir heldur en jafnvel þetta. En það er ekki þörf á að rekja það lengra, því að hálft 16. þús. kr. í tryggingar á ári í þessu skyni er svo þungur skattur á vélbátunum, að það er sýnilegt, að ákvæði 1. setja þennan útveg í algerða sjálfheldu hvað þetta snertir, gera rekstur vélbátaflotans svo að segja ómögulegan.

Einnig ber á það að líta, að í þessu frv., sem meiri hl. sjútvn. Ed stendur að og hefur flutt í samráði við hæstv. félmrh., er gert ráð fyrir að lækka eða fella niður með öllu skaðabæturnar, ef líkur eru til þess, að skipið hafi farizt af öðrum orsökum. Þetta er að mynda opna leiðina til þess, að litið yrði á það sem slys af styrjaldaraðgerðum, ef skip færist og ekki vær í vitað um orsökina. En eins og l. er nú háttað,

þá hefur reynslan sýnt það, að tryggingarstofnunin treystist ekki annað en greiða að fullu bætur fyrir áhafnir vélbáta, sem týnzt hafa í ofviðri og öll líkindi eru til, að farizt hafi eingöngu vegna ofveðurs. Tryggingarstofnunin hefur sent hinu háa ráðuneyti fleiri brtt., en það náðist ekki samkomulag við hæstv. ráðh. nema um þær, sem hér er um að ræða. Hins vegar vil ég láta þá skoðun í ljós, að við meðferð málsins í þessari deild er líklegt, að komið verði með aðrar brtt. við þetta frv., sem eru nauðsynlegar til þess að lagfæra þessi l., að dómi stjórnar tryggingarstofnunarinnar. Ég býst við, að forstjóri Stríðstryggingafélagsins hafi beiðzt eftir því að eiga tal við sjútvn. á milli umr. Ef þá væri hægt að hafa tal af ríkisstj. samtímis og forstjórinn er hér, þá tel ég ekki ólíklegt, að samkomulag gæti orðið um að færa 1. þessi í betra horf. Það er líka eitt atriði í þessu máli, sem ég vil benda á, að hér er numið staðar við báta, sem eru 12 smálestir að stærð, þó að þeir fylgi alveg sömu reglum og skip, sem eru í förum milli landa. Ef ófriðarhættan er svo rík fyrir 12 smálesta báta, hlýtur hún að vera sú sama fyrir þilfarsbáta, þó að þeir séu nokkru minni. Ég er þeirrar skoðunar, að þær umkvartanir, sem fram hafa komið, séu á rökum reistar. En ástæðan fyrir því, að þessar raddir úr verstöðvunum berast nú, en ekki fyrr, til Alþ. mun vera sú, að menn hafa ekki gert sér grein fyrir því, hvernig 1. mundu verka, fyrr en nú, að lögreglustjórum landsins hefur verið falið að innheimta þessi iðgjöld. Nú er verið að taka þessi geysilega háu iðgjöld af útgerðinni, og mér er sagt, að þau eigi að — verka aftur á bak, þannig að þau verði innheimt frá áramótum. Við þetta hafa menn rumskað í verstöðvunum, og þess vegna streyma nú mótmælin til þingsins, og sem viðurkenning á því, að þessi mótmæli séu á rökum reist, er þetta frv. fram borið.

Ég geri ráð fyrir því, að óþarfi sé að láta málið ganga aftur til n., þar sem það er flutt af meiri hl. sjútvn. Eins og ég minntist á áðan, er. forstjóri tryggingarstofnunarinnar væntanlegur hingað til viðtals við n. milli 2. og 3. umr. málsins. En hvort sú lagfæring, sem hér á að gera á 1., nær tilgangi sínum, veit ég ekki, en ef til vill upplýsist það við meðferð málsins í d.