24.05.1941
Efri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1032 í B-deild Alþingistíðinda. (2610)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Sigurjón Á. Ólafsson:

Mér eru það nokkur vonbrigði, að hv. frsm. leggur áherzlu á, að málið skuli verða afgr. nú til 2. umr. án þess að breyt. séu á því gerðar. Ég hafði skilið n. svo, að málið yrði tekið nú af dagskrá og þannig frá undirbúningi gengið, að það gæti farið, svo að segja hljóðalaust, gegnum þessa hv. d. En hér er um tvö stór atriði að ræða, sem ekki er fengin lausn á. Ég teldi réttara, að sú lausn væri fengin áður en málið á að ganga gegnum 2. umr. í þessari hv. d. Ég hef gengið inn á brtt., en fylgi mitt við þær er þó háð vissum skilyrðum, sem ekki er búið að ná samþykki um. Ég held, að það tefði ekki málið of mikið, þó að það væri nú tekið af dagskrá, því að ég get lýst því yfir, að ég mun ekki hafa mörg orð um það, þegar það kemur til umr. Annars er málið mikið breytt. Og ég held, að bezta leiðin til samkomulags um það verði að taka það nú af dagskrá, því að ég óska eftir, að málið fari ekki í gegnum 2. umr. fyrr en það er útkljáð á hærri stöðum. Verði það ekki gert, er ég neyddur til þess að tala meira um málið.