13.06.1941
Neðri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (2629)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Ísleifur Högnason:

Ég fékk engar skýringar á þessu, sem ég spurði um, í þessari ræðu. Mér sýnist óeðlilegt, að aðeins útgerðarmenn geti tekið ákvarðanir um það, hvort skipshöfn sé tryggð gegn stríðshættu eða ekki. Mér virðist það eiga að vera á valdi sjómanna, hvort þeir vilja tryggja sig eða ekki. Þó að útgerðarmenn vilji borga þessa tryggingu, þá getur verið, að sjómenn vilji tryggja sig að einhverju leyti að auki fyrir slysum af völdum styrjaldarinnar.