15.04.1941
Efri deild: 35. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1041 í B-deild Alþingistíðinda. (2646)

85. mál, tollskrá

Bernharð Stefánsson:

Ég vil taka það fram, að í orðum mínum áðan átti ekki að felast nein ádeila á form. n. fyrir að hafa ekki tekið málið til meðferðar, því að til þess hefur enginn tími verið. Málið var hér til 1. umr. rétt fyrir bænadagana, en síðan hefur ekkert tóm verið til þess fyrir hv. n. að fjalla um það, enda hefur hún einnig haft öðru að sinna. Ég vakti því ekki máls á þessu í ásökunarskyni, en vildi aðeins vara við því, að málinu væri hraðað svo mjög út úr hv. d., að ekki gæfist tóm til að athuga það nógu vel, því að þó að n. taki mál til flutnings fyrir ráðh., þarf oft fram að fara frekari athugun á þeim.

Svo vil ég taka undir með hv. form. n. um það, að þriggja manna n. er ekki vel starfhæf, nema allir nm. séu starfandi, og væri því æskilegt, að séð væri um, að þriðja manninum yrði bætt í n. í stað þess, sem vantar.