14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (2666)

85. mál, tollskrá

Frsm. (Skúli Guðmundsson) :

Frv. þetta er komið hingað til d. frá hv. Ed. Það var flutt þar af fjhn. þeirrar d., sem samkvæmt beiðni hæstv. fjmrh. Ed. gerði þá breyt. á frv., að hún bætti við það einni grein, sem var um það, að afnema toll af nokkrum kornvörutegundum til ársloka 1942 og enn fremur að lækka um helming toll af sykri.

Fjhn. þessarar hv. d. hefur tekið úr því þetta atriði, um tollalækkunina á kornvörum og sykri og gert till. um, að heimild til þeirrar tollalækkunar yrði sett í frv. til laga um heimild fyrir ríkisstj. til ráðstafana og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna, og það mál er nú einnig á dagskrá þessa fundar.

Samkv. því leggur n. til, að þessi grein, sem sett var í þetta frv. í hv. Ed., verði felld niður, en í staðinn komi ákvæði í 4. gr. um gildistöku laganna, sem áður vantaði í frv., og er þessi brtt. n. í nál. á þskj. 740.

Nefndin leggur því til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt.