03.05.1941
Efri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1051 í B-deild Alþingistíðinda. (2678)

136. mál, ófriðartryggingar

Páll Zóphóníasson:

Mér skildist á hv. frsm., að n. mundi athuga frv. áður en það kæmi fyrir aftur. Hvort sem það verður gert eða ekki, vildi ég benda á eitt atriði, sem ég held, að þurfi að taka til athugunar.

Ég sé, að í 1. gr. er gert ráð fyrir að miða við brunabótamatið, sem er vafalaust rétt. Hins vegar er á það að líta, að Brunabótafélag Íslands veitti í sumar heimild til þess að hækka matið um 60%. Þetta hafa um 1000 húseigendur notað sér, en hinir ekki. Er þess vegna komið mikið ósamræmi í brunabótamatið. Í Reykjavík var þetta ekki gert. Hins vegar hafa sumir látið meta á ný. Til eru líka hús, sem ekki hafa verið metin síðan um aldamót. Vegna þessa ósamræmis álít ég dálítið hæpið, hvort hægt er að miða við matið eins og það nú er.

Á þetta vildi ég aðeins benda og biðja n. að athuga nánar.