13.06.1941
Neðri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (2742)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Forseti (JörB) :

Út af ósk hv. þm. Borgf. um að taka málið út af dagskrá, vil ég taka það fram, að ég veit til þess, að fjhn. hafa haft málið til meðferðar. Ég geri ráð fyrir, að þar hafi verið leitað allra þeirra leiða, sem gætu dregið til samkomulags, og þær till., sem hér eru bornar frami, sýni þann árangur. Ég get því ekki upp á einsdæmi orðið við ósk hv. þm., en fái ég tilmæli um þetta frá ríkisstj., sérstaklega frá hæstv. viðskmrh., sem er flm. málsins, skal sízt standa á mér, því gjarnan vildi ég, að málið gæti orðið þannig leyst, að allir mættu sem bezt við una. (PO: Mætti ég vænta þess, að hæstv. forseti leiti upplýsinga um það hjá hæstv. ráðh. fyrr en seinna, hvort hann vill sinna þessu?)