14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (2770)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Finnur Jónsson:

Ég ætlaði að bera fram stutta fyrirspurn til hæstv. atvmrh., sem ég tel mér nauðsynlegt að fá svarað. Vildi ég óska eftir, að hæstv. forseti athugaði, hvort ekki væri hægt að fá hæstv. ráðh. til að leggja eyrun við. Mundi ég þá, ef forseta sýndist svo, þar sem hæstv. ráðh. er ekki í d., bíða með að gera þessa fyrirspurn. (Forseti féllst á það.)