26.03.1941
Efri deild: 23. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

5. mál, einkasala á tóbaki

*Frsm. (Erlendur Þorsteinsson) :

Herra forseti í Frv. þetta er borið fram samkv. ákvæðum 23. gr. stjskr. til samþ. á bráðabirgðal., sem. gefin voru út 22. ágúst 1944.

Í 1. gr. l. er nýmæli, þar sem gert er ráð fyrir, að ríkisstj. sé heimilt að starfrækja tóbaksgerð eða fela einkasölunni þá starfrækslu.

Er þetta gert af þeirri ástæðu, að af völdum ófriðarins hefur lokazt fyrir viðskiptasambönd þau um ófyrirsjáanlegan tíma, sem einkasalan hafði til kaupa á ýmsum tóbaksvörum, einkum neftóbaki.

Í 2. gr. er eiginlega engin breyt., heldur er þar tekin upp samþykkt um álagningu á tóbak, sem var í 2. gr. l. nr. 75 23. júní 1932, en sú gr. er felld úr gildi í 3. gr. frv. Hins vegar er nýtt ákvæði í 2. gr. frv., þar sem tekið er fram, að heildsöluálagning á vörur þær, sem tóbaksgerð ríkisins eða einkasölunnar framleiðir, skuli vera óbundin. En á aðrar vörur, sem tóbakseinkasalan verzlar með, er gert ráð fyrir, að álagningin nemi 10 til 50%, miðað við verð vörunnar kominnar í hús hér á landi að meðtöldum tolli.

Fjhn. hefur athugað þessar breyt. og mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt.