17.06.1941
Efri deild: 83. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (2833)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Erlendur Þorsteinsson:

Ég á að vísu brtt. ásamt hv. þm. Vestm., sem ég vona, að verði samþ., en ég stóð þó ekki aðallega upp til að mæla fyrir henni, heldur vildi ég gjarnan vekja athygli á því, hvað það er, sem hefur í raun og veru gerzt við 2. umr. þessa máls, þegar felld er brtt., sem samkv. umr. — þar á ég sérstaklega við ræðu hv. þm. Hafnf. — hefði verið samþ., ef ekki hefði vofað yfir að slíta þingi á morgun, og af því að hann telur, að málinu sé stefnt í hættu, ef breyt. á því er samþ. Og þessu til stuðnings vil ég jafnframt benda á það, að þótt forsrh. hafi áður í umr. lýst yfir því, að hann myndi greiða atkv. með ákveðinni till., — till. sem hv. 1. þm. Eyf. lagði fram —, þá greiddi hann atkv. á móti henni með þeirri skýringu í nafnakalli, að það væri vegna þess, að hann teldi þessu frv. stefnt í hættu, ef breyt. yrði á því gerð. Og með því hefur hæstv. forsrh. lýst yfir, sem að vísu hafði komið fram að nokkru leyti áður, þótt ekki væri beinlínis í hans ræðu um málið, að það er í raun og veru að ganga á rétt þessarar deildar um afgreiðslu á máli þessu, sem hér liggur fyrir. Ég vil nú beina því til hæstv. ríkisstj., hvort hún virkilega sjái ekki þá hættu fyrir, þingræðið og lýðræðið í þessu landi, sem hún segist og þykist vilja styðja og styrkja, er felst í slíkri afgr. sem þessari. Ég vil leyfa mér að benda ríkisstj, á það, að það eru ekki nema örfáir dagar og örfáar vikur síðan í Sþ. var fyrir forgöngu ríkisstj, samþ. till. þess efnis, að kosningar, sem fram áttu að fara í vor, féllu niður. Með því að stuðla að því, hefur hæstv. ríkisstj. beitt sér fyrir því meðal annars, að þetta mál gæti ekki fengið þá afgreiðslu, sem það annars hefði fengið hjá þjóðinni, ef til kosninga hefði verið gengið. Og það er líka athyglisvert, að það er ekki fyrr en ríkisstj. er búin að fá þennan kosningafrest samþ. í Sþ., sem hún leyfir sér að leggja fram frv., sem leggur milljóna útgjöld á alla menn í landinu, sem ég og margir fleiri telja þannig á lögð, — komi óneitanlega svo misjafnlega niður, — að til þess hafi ekki þekkzt dæmi áður. Það hefur líka skeð í þessari hv. d., að einn hæstv. ráðh., sem ekki er viðstaddur nú, atvmrh., hefur komið í veg fyrir, að það væri samþ. frv. til l. um vigt á síld, með því sí og æ að fara þess á leit við hæstv. forseta d., að málið yrði ekki útrætt fyrr en hann gæti verið við. En hann hefur aldrei verið við í hv. d., svo að hægt væri að ræða málið. Þetta mál er búið að ganga gegnum Nd. með miklum meiri hl. atkv., enn fremur er sjútvn. þessarar d. búin að halda fundi um málið og afgr. nál. um það. N. er öll sammála um, að samþ. beri frv. Einn nm. skrifar undir með fyrirvara, en sá fyrirvari er einungis bundinn við það, að hann sé ekki viss um, hvort takast megi að útvega þessi áhöld, sem til þar f. (Forseti: Þm. er kominn út fyrir efnið). Þetta kemur við þessu efni, vegna þess að ég er hér að tala um afgreiðslu mála með þeim hætti, að ekki getur verið annað en brot á þingræði, og mun ég koma nánar að því. Það er vitað, að frv. átti fylgi mikils meiri hl. þm. Samt leyfir einn ráðh. sér (sem óskaði eftir kosningafrestun) að koma í veg fyrir, að þingvilji fái að ráða í þessu máli. Það er einmitt það sama, sem nú hefur verið gert í þessu dagskrármáli, sem liggur fyrir. Eftir því, sem hv. þm. Hafnf. og hv. 5. landsk. gerðu grein fyrir sínu atkv., þá hefur ríkisstj. ég vil segja kúgað þessa d. og svipt þm., sem hér sitja, þeim rétti, sem þeir hafa, með því að hafa svo skamman frest á þessu máli, að brtt. fást ekki samþ., sem þó má vera, að þingvilji sé fyrir.

Ég tel þess vegna, að hæstv. ríkisstj. hafi gengið miklu lengra en sæmilegt er í því að hafa ekki í heiðri það skipulag í þjóðfélaginu, lýðræði og þingræði, sem hún þykist vilja fylgja og berjast fyrir, að framfylgt sé. Sem sérstakt dæmi þess vil ég benda á einu sinni enn, að það frv., sem fær slíka afgreiðslu, er einmitt borið fram eftir að stj. er búin að beita sér fyrir því, að þjóðin geti ekki neitt um málið sagt á þessu vori.