10.03.1941
Efri deild: 14. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (2855)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Ég var því miður ekki kominn á fund, þegar þetta frv. var tekið til l. umr., til þess að minna á, hvers eðlis það væri, og hefði þess vegna að réttu lagi átt að gera það nú, en ræða hv. 1. þm. Reykv. gaf það fyllilega til kynna, og tel ég því óþarft, að ég fari að skýra málið. Ég vona, að d. sjái, að þetta mál þarf að ganga fram, og satt að segja er ég samþykkur hv. 1. þm. Reykv. um það, að réttast væri, að svona mál væri afgr, sem venjuleg 1., svo að ekki þyrfti að ónáða þingið á hverju ári með ekki stærra máli, en vegna þeirrar afgreiðslu, sem það hefur hlotið að undanförnu, þorði ég ekki að fitja upp á því. Það er alveg satt, að þetta gjald kemur eingöngu niður á Vestmannaeyinga sjálfa, en þó má geta þess, að á meðan stríðið er og ísfisksútflutningur helzt, þá kemur nokkurt gjald á útlendinga, sem kaupa fisk í Vestmannaeyjum og flytja hann út, svo að nú er jafnvel frekari ástæða en áður til að gjaldist haldist.

Ég skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál, þar sem n. leggur til, að það verði samþ. óbreytt.