18.03.1941
Efri deild: 19. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

. Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég skal vera mjög fáorður, ef ekki gefst frekara tilefni til. N. hefur orðið sammála um að mæla með því; að frv. verði samþ. með lítilsháttar breyt.

Brtt. n. er viðvíkjandi 3. gr., þar sem kveðið er á um hámark launa, sem skuli bæta upp. Þegar upphaflega var borið fram frv. um verðlagsuppbót til starfsmanna ríkisins, var í samræmi við það, sem ákveðið hafði verið annars staðar, ekki sett í það neitt hámark, sem bæta skyldi upp. En það var fjhn. og í henni áttu þá sömu þm. sæti og nú, sem varð ásátt um að leggja til, að ekki yrðu bætt upp hærri laun en 650 kr. mánaðarlaun. Það má auðvitað deila um það, hvort þetta sé réttlátt, en n. hefur orðið sammála um að mæla með, að þetta verði látið standa óbreytt. Okkur þótti síðari málsliður gr. hins vegar ekki nógu skýrt orðaður, og þess vegna höfum við lagt til, að hann verði orðaður á þann veg, sem segir í brtt. á þskj. 75. Ég vil svo aðeins mæla með því, að frv. verði sent áfram með þessari breyt.

Ég skal geta þess, að mér er kunnugt um, að það er nokkuð aðkallandi, að þetta frv. geti fengið nokkuð greiða afgreiðslu, því það eru áreiðanlega nokkuð margir menn, sem bíða eftir, að frv. verði að l. og eiga erfitt með að bíða eftir uppbótinni.