04.06.1941
Neðri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í C-deild Alþingistíðinda. (2897)

41. mál, krikjuþing

Skúli Guðmundsson:

Ég hef ekki kynnt mér rækilega efni þessa frv., en þó er eitt atriði í 1. gr., sem ég vil gera aths. við. Það stendur í upphafi gr., að kirkjuþingið skuli háð annað hvert ár, og skuli það háð í Reykjavík í júnímánuði. Ég tel, að það geti orkað tvímælis, hvort rétt sé, ef slíkt þinghald er sett á stofn með l., að binda þá einnig í 1., að það skuli háð á einhverjum ákveðnum stað á landinu.

Gert er ráð fyrir því í frv., að 15. kirkjuþingsmenn eigi þarna sæti, þ. á m. 14 kjörnir fulltrúar, 7 af prestum, en 7 af leikmönnum víðsvegar af landinu, í 7 kjördæmum. Skv. því finnst mér ekki óeðlilegt, þótt a. m. k. væri heimilt að halda slíkt þing annars staðar en í Reykjavík.

Þeir, sem frv. flytja á Alþingi, gera ráð fyrir, að þetta verði til að efla þjóðkirkjuna. En ekki er ólíklegt, að 1. næðu betur tilgangi sínum, ef þetta þing yrði háð til skiptis í hinum ýmsu landsfjórðungum, eða að það væri a. m. k. heimilt annars staðar en í höfuðstaðnum.

Ég sé, að í frv. er gert ráð fyrir, að ríkið greiði kostnaðinn af þinghaldinu. Hins vegar kemur fram í grg., að kostnaðurinn mundi verða 6–7 þús. kr., en mér skilst raunar, að svo geti farið, að hann verði meiri. — Svo sé ég ekki ástæðu til að gera aths. við fleiri ákvæði frv. en þau, sem ég hef nefnt, en geri ráð fyrir að flytja brtt. um þetta efni við 3. umr.