16.05.1941
Efri deild: 62. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í C-deild Alþingistíðinda. (2909)

42. mál, biskupsdæmi

Frsm. (Jónas Jónsson) :

Í þessu stutta nál. eru teknar fram þær skoðanir, sem komu fram hjá okkur þremur nefndarmönnunum, en við komum okkur saman um að leggja til, að málinu yrði vísað velviljað áfram til prestastéttarinnar með rökstuddri dagskrá, sem fyrir liggur á þskj. 496.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið. Ég skal taka það fram, að einn nm. vildi gjarnan samþ. frv. óbreytt. Ég get vel hugsað mér að samþ. það með þeirri efnisbreyt., að biskupssetrin verði höfð að Hólum og Skálholti. Ég ætla ekki að rökræða þetta núna, en vildi óska, að hæstv. forseti bæri upp þessa dagskrártill. og málið fengi nýja rannsókn og yfirvegun hjá prestastéttinni og ríkisstj.