10.06.1941
Neðri deild: 75. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í C-deild Alþingistíðinda. (2945)

57. mál, bygging sjómannaskóla

Forseti (JörB) :

Eins og getið var um á 73. fundi þessarar hv. d., barst forseta svo hljóðandi áskorun:

„Við undirritaðir óskum hér með eftir, að frv. til laga um bygging sjómannaskóla á þskj. 397 verði tekið til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi, sem haldinn verður í neðri deild Alþingis. Alþingi, 6. júní 1941.

Finnur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Ásg. Ásgeirsson, Bergur Jónsson, H. Guðmundsson, Vilm. Jónsson.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Samkvæmt ákvæðum 43. gr., þingskapa fer fram atkvgr. um það, hvort þetta mál skuli tekið á dagskrá.