10.06.1941
Neðri deild: 75. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (2955)

57. mál, bygging sjómannaskóla

Sveinbjörn Högnason:

Ég ætla ekki að ræða almennt um það mál, sem hér liggur fyrir. Það er búið að því allverulega. En það er eitt atriði, sem komið hefur fram við þessa umr. í sambandi við afgr. fjárl., sem mér finnst Alþ. geti ekki látið fram hjá sér fara, án þess að á það sé bent. Það hafa komið fram yfirlýsingar frá ríkisstj. við afgr. þessa máls og einnig við afgr. fjárl., sem ég fyrir mitt leyti get ekki látið ómótmælt. Í gær, þegar verið var að greiða atkv. um fjárveitingu til hafnargerðar suður með sjó, þá lýsti hæstv. atvmrh. yfir því, að það væri alveg sama, hvort hún yrði samþ. eða ekki, bann mundi hafa það að engu. Nú í dag lýsir sami hæstv. ráðh. yfir því, að hann hafi yfirlýsingu frá fjmrh. um það, að hann mundi nákvæmlega á sama hátt láta fara fram þessa greiðslu, hvort sem fjárveitingin stæði á 16. gr. fjárl. eða á 22. gr., sem er aðeins heimildargr. fyrir ríkisstj. Með öðrum orðum, það er alveg sama, hverju þingið lýsir yfir, þessi hæstv. ráðh. ætlar að hafa það að engu. Ég verð að segja það, að mér finnst tími til þess kominn fyrir Alþ., að það láti ekki bjóða sér slíkt. Það getur vel verið, að hæstv. ráðh. sjái ekki mikinn mun á því, hvort fjárveitingin er samþ. af alþm. eða hvort hún er veitt sem heimild til stj. Ég viðurkenni ekki, að það sé skylt að greiða slíka heimild nema fé sé fyrir hendi, en hins vegar ber vitanlega að greiða það, sem Alþ. hefur samþ. Þetta, að ráðh. gangi svo langt að lýsa yfir því, að það sé sama, hvort Alþ. samþ. að einhver greiðsla fari fram eða ekki, hann muni hafa það að engu, er slík óskammfeilni, að hæstv. ráðh. verður að láta sér skiljast það, að Alþ, lætur ekki bjóða sér slíkar yfirlýsingar.