08.05.1941
Efri deild: 55. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í C-deild Alþingistíðinda. (2971)

145. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Flm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti! Ég sé enga ástæðu til þess að hafa verulega framsögu í þessu máli. Það er öllum hv. dm. kunnugt, því það hefur áður verið rætt hér í deildinni, og það er svo sjálfsagt, að óþarfi er að mæla fyrir því. (SÁÓ: Á málið ekki að ganga til nefndar?). Ég legg það á vald hæstv. forseta, hvort málið fer til nefndar eða ekki.