12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í C-deild Alþingistíðinda. (2982)

145. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Bernharð Stefánsson:

Ég hef skrifað undir nál. á þskj. 665 með fyrirvara. Hann gildir þó eigi það, að ég sé ósammála niðurstöðu n., enda hefði ég þá klofið n., heldur gerði ég þennan fyrirvara til þess að undirstrika, að ég álít, að þetta frv. eigi fullan rétt á sér, því að lögin um þessa sérstöku tekjuöflun fyrir Hafnarfjörð voru beinlínis sett, þegar togaraútgerðarfélögin

fengu skattfrelsi, og því hefði verið eðlilegt, að heimildin félli niður, þegar skattfrelsi togarafélaganna var afnumið.

En eins og hv. frsm. sagði, eru lögin tímabundin, og með samþykkt dagskrárinnar má ætla, að heimildin verði ekki notuð lengur, og þá tel ég tilganginum náð.