17.04.1941
Neðri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í C-deild Alþingistíðinda. (2994)

52. mál, þjóðfáni Íslendinga

Pétur Ottesen:

Ég skal aðeins minna á það, að þrátt fyrir ummæli hæstv. forsrh., þá getur hann ekki fundið í þeirri þál., sem samþ. var um þetta efni á síðasta þingi, eða í umr. um hana, neina bendingu um það, að farið væri að taka upp í löggjöf neitt um gerð fánans að svo vöxnu máli. Enda er því máli þannig varið, eins og nú er komið okkar hag, að það er eðlilegast, að frestað yrði að taka ákvarðanir um þau efni frekar en orðið er þangað til endanlegar ákvarðanir verða teknar í sjálfstæðismáli þjóðarinnar.

Hæstv. forsrh. sagði, að það væri sjálfsagt, vegna virðingar fánans, að afmá þá konungsúrskurði, sem giltu um gerð fánans. Ég vildi mega skjóta því hér fram, að ég vil vænta þess, að þeir menn, sem eru svo viðkvæmir fyrir því, sem kann að finnast í ökkár löggjöf og byggt. er á í konungsúrskurðum, sem ekkert er annað en form, verði skeleggir í því að afmæa konungssambandið, því ég tel, að ef þetta fer ekki hvort tveggja saman, þá sé þetta tal um konungsúrskurðina harla innihaldsrýrt. En við sjáum nú, hve mikill hugur fylgir máli, þegar á reynir.

Hæstv. forsrh. sagði, að þetta væri eina tækifærið, sem þeim gæfist, sem væru óánægðir með gerð fánans, til þess að koma með till. um breyt. þar á. Ef þetta hefði ekki verið sett í frv., hefðu allar leiðir til þess verið lokaðar. Mér finnst þetta harla undarlegt. Er ekki hægt að breyta konungsúrskurðum. Til hvers hefur ráðuneytið þá fengið konungsvaldið, ef ekki er hægt að breyta staf eða kommu í konungsúrskurðum, sem nú eru til?

Hæstv. ráðh. talaði um gerð fánans. Með minni ræðu gaf ég ekki neitt tilefni til þess að fara að ræða um gerð fánans almennt, því það er rétt hjá hæstv. ráðh., að til þess að um slíkt verði rætt, þarf að liggja fyrir till. um breyt. á gerð fánans. Ég skal ekki, þrátt fyrir gefið tilefni frá hæstv. forsrh., fara út í umr. um gerð fánans. Ég vil aðeins segja það, að ég er sannfærður um, að ástæðan til þess að rauði liturinn var tekinn inn í fánann, var raunverulega þau stjórnarfarslegu tengsl, sem við vörum, í við Dani. Það var ekkert annað en það, sem kom því til leiðar, að þetta var gert. Og eins og þetta var til komið, er ekki nema eðlilegt, að þegar þessu sambandi er lokið, þá verði horfið að því, sem áður var og vilji þjóðarinnar stóð á bak við, því það var vilji þjóðarinnar, sem þar kom fram.

Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðh. sagði um fánann sem siglingafána og álit sjómanna á báðum fánagerðunum, þá má benda á fleira en það, sem hann nefndi, sem fram kom í þessu máli á sínum tíma, meðal annars samþykkt, sem gerð var í stýrimannafélaginu „Öldunni“, en í því félagi voru flestallir skipstjórar hér á Suðurlandi, og það einmitt menn sem siglt höfðu um höfin og höfðu þess vegna bezta aðstöðu til þess að dæma um, hvort þessi gerð fánans væri nægilega skýr og glögg til þess að marka séreinkenni íslenzku þjóðarinnar. Ég skal aðeins benda á 2 samþykktir, sem gerðar voru í skipstjórafélaginu „Öldunni“ um þetta mál.

Þessar tillögur voru samþ. á fundi skipstjórafélagsins „Öldunnar“ árið .1914, þar segir svo: Að loknum umr. kom fram svo hljóðandi till.:

„Fundurinn álítur, að hinn bláhvíti . fáni, sem notaður hefur verið hér á landi undanfarin ár, líkist eigi hinum sænska þjóðfána svo, að. ástæða sé til að breyta honum þess vegna. Aftur á móti er það bending fundarins til fánanefndarinnar, að hún stuðli að því, að hinn blái dúkur fánans verði gerður dökkblárri en. sá, sem nú er mest notaður:

Á sama fundi skipstjórafélagsins var enn. fremur samþ. önnur till., svo hljóðandi:

„Þar sem fullsannað þykir, samkv. upplýsingum frá fánan., að hinn bláhvíti fáni, sem notaður hefur verið hér á landi nokkur undanfarin ár, kemur ekki í bága við fána annarra þjóða hvað lit eða gerð snertir, leggur skipstjórafélagið „Aldan“ í Reykjavík til, að honum verði í engu breytt frá því, sem nú er, og væntir þess jafnframt, að þing og stj. geri sitt ýtrasta til að fá hann viðurkenndan sem siglingafána Íslands.“

Ég ætla ekki að fara lengra út í þetta, en vil minna hv. þm. í þessu sambandi, að gefnu tilefni frá hæstv. forsrh. út af þeim tilvitnunum, sem hann var með, á það, sem reyndustu skipstjórar þessa lands, sem, siglt hafa um heimshöfin, hafa sagt um þessi mál, — og hverjir skyldu vera dómbærir um þetta, ef ekki slíkir menn sem þessir?

Ég ætla ekki að hefja lengri umr. um þetta mál, en vænti þess, að sú n., er fær þetta mál til meðferðar, athugi þær bendingar, sem ég hef gefið viðvíkjandi 2. og 3. gr. þessa frv., einkum í sambandi við þál., sem samþ. var á síðasta Alþ.