28.02.1941
Efri deild: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í C-deild Alþingistíðinda. (3023)

14. mál, frestun ágildistöku bifreiðalaga og umferðarlaga

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

N. sú, er um mál þetta hefur fjallað, leggur til að frv. verði samþ. Ég sé ekki þörf að skýra þessa afstöðu mikið nánar.

Öllum er það ljóst, að ekki er hægt að breyta umferðarreglum, eins og nú er ástatt í landinu, og voru því sett bráðabirgðal. um að fresta gildistöku bifreiðal. og umferðarl., en þau fyrirskipuðu „hægri handar akstur“. Er þetta frv. til staðfestingar á þeim bráðabirgðal.