07.04.1941
Neðri deild: 32. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í C-deild Alþingistíðinda. (3043)

31. mál, raforkusjóður

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson) :

Fjhn. d. hefur haft þetta mál til meðferðar. Til hennar hefur verið vísað 2 frv., sem bæði eru um stofnun sjóðs í þeim tilgangi að veita lán til þess að byggja rafstöðvar og raforkuveitur. Þessi frv. eru mjög svipuð að efni og stefna að sama marki. Þau voru bæði tekin til meðferðar samtímis, og var reynt að komast að samkomulagi um að gera úr þeim eitt frv., sem n. gæti mælt með, að gert yrði að 1. Þetta nál„ sem hér liggur fyrir, er aðeins frá meiri hl. n., 4 nm. Einn nm., hv. þm. Seyðf., er ósammála hinum nm. um einstök atriði frv., og geri ég ráð fyrir, að hann skili sérstöku áliti um málið. Meiri hl. n, leggur til, að frv. verði samþ. með nokkrum breyt., sem eru á þskj. 99.

Í fyrsta lagi vill n. hafa það ákvæði í frv., að ríkið leggi fram til hins væntanlega sjóðs a. m. k. 100 þús. kr. árlega í næstu 14 ár. Það kom fram í n., að hún væntir þess og vill vinna að því, að lagt verði fram meira fé frá ríkissjóði nú í upphafi, vegna þess að möguleikar til þess að leggja fé í slíka hluti eru nú betri heldur en verið hefur að undanförnu. Þá leggur n. til, að það gjald, sem gert er ráð fyrir að leggja á rafveiturnar, nái aðeins til þeirra rafveitna, sem eru 150 kw. eða meira.

Eitt nýmæli er í þessum brtt. og það er það, að n. vill setja inn í frv. heimild handa ríkisstj. til þess að taka lán handa sjóðnum, að upphæð allt að 5 millj. kr., til stuðnings þeirri starfsemi, sem honum er ætluð.

Ég held, að ekki séu fleiri brtt., sem ástæða er til að fjölyrða um, en eins og hv. þdm. sjá, þá hafa verið tekin nokkur atriði úr hinu frv. (um rafveitulánasjóð) og lagt til, að þau yrðu sett inn í þetta frv., sem n. leggur til að verði samþ.

Ég skal geta þess, að eftir að nál. og brtt. voru gerðar, barst form. fjhn. bréf frá rafmagnseftirliti ríkisins, þar sem gerð er aths. við frv., og geri ég ráð fyrir, að n. taki það til athugunar fyrir 3. umr. og beri þá ef til vill fram brtt. — Hér liggur fyrir brtt. 105 frá hv. 1. þm. Árn. um nafn á sjóðnum. Ég skal geta þess í þessu sambandi, að það er eitt af þeim atriðum, sem rafmagnseftirlitið hefur gert aths. við, og vildi ég mælast til þess við flm. brtt., að þeir tækju aftur þessa brtt. nú við 2. umr., þar sem gert er ráð fyrir, að fjhn. taki málið fyrir milli umr. Þar á meðal mun hún .taka til athugunar þessar aths.; sem borizt hafa um nafn á sjóðnum.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, en óska eftir því; að málinu verði vísað til 3. umr. að lokinni þessari umr.