28.03.1941
Neðri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (309)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

*Gísli Guðmundsson:

Hv. þm. Borgf. minntist á það, að á næstliðnu Alþingi var samþ. þál. um að fela ríkisstj. gagngerða endurskoðun á launamálum ríkisins og að leggja fyrir þetta þing tillögur til umbóta á launal.. frá 1919.

Ég vil taka undir það með honum, að ég er mjög óánægður, ef ekki koma fram tillögur frá ríkisstj. í þessa átt, og vænti þess fastlega, að yfirlýsing í málinu muni koma fram, áður en þetta frv. er afgreitt úr þinginu. En með því að hæstv: fjmrh., sem mál þetta heyrir einkum til, er hér ekki viðstaddur til að svara fyrirspurn hv. þm. Borgf., vildi ég skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki væri rétt að fresta afgreiðslu frv., þangað til ráðherrann væri viðstaddur og gæti borið fram svör sín.