28.03.1941
Neðri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (310)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

Forseti (JörB) :

Út af ummælum hv. þm. N.-Þ. vil ég geta þess, að hæstv. ríkisstjórn hefur æskt þess, að frv. yrði hraðað sem mest, en því fylgja eftir þeir embættis- og sýslunarmenn, sem hafa ekki enn fengið greiddar uppbætur á laun sín, og mun nú ætlazt til þess, að þeir fái greiðslur samkv. frv. þessu við mánaðamótin, sem fara í hönd, ef að lögum verður orðið. Ég sé ekki brýna nauðsyn til að skjóta nú málinu á frest, ekki sízt þar sem hæstv. fjmrh. gæti við meðferð þess í efri deild lýst yfir því, sem hann kann að telja nauðsyn á, viðvíkjandi fyrirspurn hv. þm. Borgf.