12.03.1941
Neðri deild: 16. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í C-deild Alþingistíðinda. (3147)

53. mál, fiskveiðasjóðsgjald

Sigurður Kristjánsson:

Það er ekki rétt hjá hv. þm. Borgf., að þetta mál hafi ekki komið til umr., þegar hann lagði sitt frv. fram. Ég skýrði hv. þm. þá frá því, að ég væri búinn að leggja frv. fram og n. hefði tekið mjög líklega í að flytja það. Þetta hefur ekki mikla þýðingu, en ástæðan til þess, að ég tók til máls, er sú, að það getur komið mönnum ókunnuglega fyrir sjónir, þegar þm. kemur til þeirra eins og ég og óskar eftir, að n. flytji mál, til þess að samkomulag flakkanna fáist um það, og svo kemur næsta dag samflokksmaður þessa manns og flytur sérstakt frv. um það sama. Það getur valdið misskilningi og litið svo út, að verið sé að leika á nm., en það var ekki mín meining, og þess vegna taldi ég mér skylt að gera grein fyrir þessu máli við þessa umr.

Um frv. það, sem hv. þ.m. Borgf. flytur, var mér vel kunnugt, því að ég hafði tekið það til samanburðar við mitt frv. og enn fremur hefur málið verið rætt á flokksfundum okkar. Ég vona., að það verði enginn metingur milli flokka um þetta mál, þar sem við höfum nú samvinnustj. í landinu og þetta er sameiginlegt hagsmunamál fyrir allt þjóðfélagið.