28.03.1941
Efri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

Frsm. (Magnús . Jónsson) :

Ég verð að segja, að ég treysti mér eiginlega ekki til að svara þessu, þó að ég sé frsm. n. Ég lít svo á, að í 1. gr. frv. sé tekið fram, hverjir það eru, sem fá þessa uppbót, sem sagt embættismenn og aðrir starfsmenn ríkis og ríkisstofnana. Og lít ég svo á, að þetta sé nokkuð ákveðinn hópur manna, og get ég ekki skorið úr um það, hversu víðtækt þetta er. Ég veit úr. minni eigin reynslu, að þegar ég var í skóla, kom það stundum fyrir, þegar mikill póstur kom, að ég vann þar 2 til 3 tíma við að færa inn í póstbækur, og mér kom ekki til hugar, að ég væri orðinn starfsmaður ríkisstofnunar. Ég veit, að þeir, sem endurskoða landsreikningana, þekkja, hvað borgað er fyrir hina og þessa vinnu og get trúað, að erfitt sé að finna mörkin. Það er svo óendanlega fjarri mér að vilja hafa uppbót af mönnum, sem ættu rétt á henni.

Ég. get gefið fyrirspyrjanda það svar, að ég býst við, að þeir, sem úrskurða þetta á sínum tíma, muni leita allrar sanngirni í þessu. Þar sem búið er að koma allri vinnu, sem borguð er í landinu, undir verðlagsuppbót, þá veit ég ekki, hvernig þeir, sem vinna fyrir tímakaupi, ættu að verða út undan.