07.05.1941
Neðri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (3171)

72. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Pálmi Hannesson:

Viðvíkjandi ósk hv. þm. Ísaf. vil ég samþ. fyrir mína hönd og væntanlega annarra flm. að verða við ósk hans, því að það er langt síðan þetta mál var lagt fyrir sjútvn., svo að hv. þm. Ísaf. og öðrum hv. nm. hefur gefizt ærinn tími til að afla sér þeirra upplýsinga, sem kynnu að vera að fá um þetta mál. Nú hefur það komið a. m. k. tvisvar sinnum á dagskrá til 2. umr., en verið tekið út. En þar sem ég og aðrir flm. frv. leggjum allmikla áherzlu á, að málið fái að komast rétta leið í gegnum þingið, vil ég óska þess, að hæstv. forseti láti þessa umr. fara fram nú í dag og láti það koma til atkv. að henni lokinni.