28.03.1941
Efri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

*Brynjólfur Bjarnason:

Ég þakka frsm. fyrir þetta svar. Það var nú dálítið á annan veg en ég bjóst við, því hann hélt, að það næði til allra starfsmanna ríkisins, hvort sem þeir væru fastir eða lausamenn. Þetta skiptir ekki miklu máli fyrir þá menn, sem vinna einn eða tvo daga hjá póstinum, eða fyrir þá, sem semja frv. eða vinna annað, sem sérstakir samningar eru um. En það skiptir máli fyrir menn, sem ekki eru fastir starfsmenn, en hafa mikinn hluta. ársins starf hjá ríkisstofnunum. Nú gæti þetta verið sérstakt samningsatriði við þessar ríkisstofnanir, þannig, að þær borgi þeim að sama skapi hærra fyrir þessi störf, þó að þau ekki kæmu undir þessi lög. S. 1. ár var það þannig, að þær töldu sig ekki hafa heimild til þess, því þeir heyrðu ekki undir lögin. En eins og frsm. n. tók fram, er þetta svo mikil fjarstæða, að ekki nær nokkurri átt að framkvæma það þannig. Ég held, að eðlilegast sé að líta þannig á, að þessir menn eigi að fá verðlagsuppbót samkv. 1.