23.05.1941
Neðri deild: 65. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (3300)

132. mál, tekjuskattur og eignarskattur af vaxtafé verðbréf og skuldabréfa

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég vil ekki láta sem vind um eyrun þjóta tilmæli hv. 7. landsk. um að láta álit mitt í ljós á því atriði, sem hann lýsti svo rækilega. Ég vildi hins vegar gjarnan heyra, hvað hv. frsm. n. hefði þar til að svara. Mér skilst, að hv. frsm. játi það raunar allt rétt vera, sem hv. 7. landsk. hafði um þetta að segja viðvíkjandi áhættu ríkissjóðs í sambandi við innheimtu vaxtaskattsins. Ég er alveg á sama máli. Hitt er annað mál, hvað menn gera mikið úr þeirri áhættu. Flm. gera lítið úr henni, en hv. 7. landsk. meira. Það er augljóst, að hún er til.