27.03.1941
Neðri deild: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

2. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Frsm. (Stefán Stefánsson) :

Með l. nr. 59/1939 er m. a. gerð sú breyt. á 1. 63/1937, að ákveða megi með reglugerð, að skylda megi öll skip og flugför á leið frá útlöndum eða til útlanda að koma við á tilteknum höfnum eða flugvöllum hér á landi til að fá fyrstu eða síðustu afgreiðslu. Enn fremur er svo kveðið að orði í 2. mgr. 3. gr. sömu laga, að verði slík reglugerð gefin út, þá skuli hún ekki öðlast gildi fyrr en 3 mánuðum eftir að hún er gefin út.

Fjmrh. hefur athugað þetta frv., eins og nál. þessu síðastl. sumar, en taldi hins vegar nauðsynlegt, eins og á stóð, að hún gæti öðlazt gildi þegar í stað. Hún gaf því út bráðabirgðal. um þetta atriði. Og er efni þeirra ekki um annað en gildistöku reglugerðarinnar, að hún geti öðlazt gildi strax við útgáfuna.

Hv. fjhn. hefur athugað þetta frv., eins og nál. á þskj. 88 ber með sér, og leggur til, að frv. verði samþykkt óbreytt.