15.05.1941
Neðri deild: 60. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (3373)

88. mál, sala Hvanneyrar í Siglufirði

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Þetta frv. var flutt í Ed. af hv. 1. þm. Eyf. (BSt) eftir ósk bæjarstj. Siglufjarðar, sem telur það nauðsynlegt, að bærinn eigi það land, sem kaupstaðurinn stendur á, og lóðir, sem kunna að byggjast, ef bærinn stækkar.

Allshn. hefur athugað frv. og er sammála um að mæla með því, að það verði samþ. óbreytt.