10.03.1941
Efri deild: 14. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

4. mál, stimpilgjald

*Frsm. (Magnús Jónsson) :

Frv. þetta er stjfrv., og geri ég ráð fyrir, að samkomulag hafi verið innan stj. um að flytja það. N. mælir líka með, að það verði samþ. óbreytt.

Það hefur sýnt sig, að tekjur samkv. þessum 1. hafa ekki orðið neitt verulegar, og í sjálfu sér ekki eins miklar og menn höfðu hugsað sér, að verða mundi. Þær hafa verið í kringum 90 þús. upp á síðkastið, frá 64 þús. og upp í 100 þús. Á hinn bóginn er ekki hægt að neita því, að þessi aðferð til að ná tekjum í ríkissjóð er nokkuð sérstæð, þar sem öllum almenningi er blandað inn í það og falin framkvæmd þeirra, og yfirleitt er þetta mikil fyrirhöfn og umsvifamikil aðferð til að afla tekna. Og þar sem hins vegar 1. hafa ekki gefið meiri tekjur en þetta, svo að það munar ríkissjóð ekki svo miklu, hvort þessi skattur helzt við eða ekki, sá n. ekki ástæðu til annars en að mæla með, að frv. yrði samþ. óbreytt.