17.04.1941
Neðri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í D-deild Alþingistíðinda. (3439)

97. mál, mannanöfn o. fl.

Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Eins og bersýnilegt er af grg. þáltill., hefur 1. 54/1925 ekki verið framfylgt. En í 6. gr. þeirra 1. er svo ákveðið, að gefa skuli út skrá þá, er þessi þáltill. fjallar um, ásamt leiðbeiningum um framkvæmd 4. gr. l., eftir tillögum heimspekideildar háskólans.

Það má segja, að samkv. 1. geti fræðslumálaráðun. krafið heimspekideildina um þessar leiðbeiningar og skrána yfir hin bönnuðu mannanöfn. En fyrirrennarar mínir munu ekki hafa gert þetta, og ég veit ekki til, að þetta hafi nokkurn tíma verið gert þau 15 ár, sem l. hafa verið í gildi. Af þessu leiðir það jafnframt, að ekki liggur fyrir á því nein rannsókn í ráðun., hvort 3. gr. laganna hefur verið framfylgt. En auðvitað kemur ekki til mála, að upptaka nýrra ættarnafna hafi verið leyfð síðan lögin gengu í gildi. Þó er rétt að ganga út frá því, að prestar landsins muni almennt ekki vera nægilega kunnugir efni l. 54/1925 og því ekki unnt að tala um, að þeir hafi litið eftir framkvæmd l.

Af þeim sökum liggja nú engar sérstakar upplýsingar fyrir í ráðuneytinu. En þó má telja víst, að 1. hafi náð tilgangi sínum að því leyti, að ekki hafi verið tekin upp hér ættarnöfn að erlendum sið.

Í sambandi við þá fyrirspurn, sem hv. þm. N.-Þ. bar fram, vil ég vekja athygli hv. dm. á ákvæðum þáltill. Þessi orðun till. er e. t. v. dálítið öðruvísi en við má búast, því að væntanlega er það tilgangur hv. menntmn., að lögunum sé framfylgt í heild sinni. En það mun yfirleitt ekki hafa verið gert, eins og sagt er í grg. Með því að orða sérstaklega tvær gr., gæti það valdið þeim misskilningi, að ekki væri ætlazt til að leggja áherzlu á framkvæmd annarra ákvæða laganna.

Ég skil nú þessa þáltill. ,þannig, að það sé. vilji n., að öllum 1. sé framfylgt, þótt hún orði aðeins tvær greinar. (GSv: Ég skora á ríkisstj. að framfylgja lögunum!) Það er nú einmitt það, sem hér er um að ræða.