17.04.1941
Neðri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (3442)

97. mál, mannanöfn o. fl.

*Frsm. (Þorsteinn Briem) :

Ég hef ekki neitt við það að athuga, að umr. sé frestað, enda er ekki önnur leið fær til að hv. þdm. gefist tími til að kynna sér efni till. betur, þar sem aðeins fer fram um hana ein umr.

N, hefur ekki viljað flytja till. um fleiri atriði að sinni, vegna þess að ekki er á færi hæstv. ríkisstj. að fylgjast með öllu hér að lútandi eða hafa annað eftirlit en það, sem beint heyrir undir hana.

En það er áreiðanlegt, að sumum hefur ekki fundizt hvíla þung skylda á sér um framkvæmd l., enda hygg ég, að margir telji nú þessi l. vera orðin með öllu afrækt, með því að ekki hefur komið fram með einu orði, að hið opinbera ætlist til, að l. sé framfylgt.

Það kann að vera, að ástæða hafi verið að taka fleiri atriði fram í till. En n. taldi þetta atriði fyrst og brýnast, að hæstv. ríkisstj. framkvæmdi það, sem henni er beint á herðar lagt að framkvæma. Hitt er svo álitamál, hvort heppilegra sé að gefa út skrá yfir leyfð nöfn eða bönnuð. En löggjafinn hefur skorið úr og skipað svo fyrir, að birt skuli skrá yfir bönnuð nöfn.

Hins vegar er lagt til í grg., að 1. séu endurskoðuð, ef þau reynast ófullnægjandi, en þar er því beint til réttra aðila.

Sumt af því, sem hv. þm. N.-Þ. stakk upp á, er ekki í þessum 1., en vera má, að till. hans verði teknar til greina á sínum tíma. En að svo stöddu vildi n. ekki ganga lengra en að skora á hæstv. ráðh. að láta framkvæma 1. eins og þau hljóða.