09.05.1941
Sameinað þing: 14. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3467)

59. mál, efni til skipasmíða og smíðastöð

*Frsm. (Finnur Jónsson) :

N. var hv. flm. sammála um, að æskilegt væri að leggja sem mestan gjaldeyri í að koma upp efni til framleiðslu hér innanlands. Hins vegar hefur skipazt til hins verra, þannig að gera má ráð fyrir, að leggja beri áherzlu á að ná matvöru til landsins. N. þótti því ekki fært að leggja fyrir ríkisstj. að kaupa efni í ákveðna tölu skipa, eins og siglingar eru nú. Hins vegar hefur n. lagt fram brtt. á þskj. 378 og farið þar eins nærri till. hv. flm. og henni þótti fært undir því breytta ástandi, sem nú er á siglingum, í samlandi við aðflutninga til landsins. Enn fremur hefur n. bætt inn í heimild fyrir ríkisstj. til að verja nauðsynlegu fé úr ríkissjóði til athugunar á öllum möguleikum á þessu. Ég vænti þess, að hv. flm. geti sætt sig við till. n. og samkomulag náist um málið.