14.05.1941
Neðri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (3481)

125. mál, vegavinna

*Flm. (Gísli Guðmundsson):

Eins og ég tók fram í framsögu minni, er langt síðan þessi till. var lögð fram í d., þó að hún hafi ekki komið til umr. fyrr en nú. Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir því, sem hæstv. atvmrh. sagði, að ríkisstj. hefði tekið mál þetta til, athugunar. Hins vegar er það sjálfsagt, eins og hann drap á, að hv. d. samþ. till., til þess að ríkisstj. hafi vilja Alþ. til að styðjast við í ráðstöfunum sínum. Annars gæti litið svo út sem þingið væri mótfallið slíkum ráðstöfunum, sem telja verður hina mestu nauðsyn.