16.05.1941
Sameinað þing: 18. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (3518)

154. mál, sjálfstæðismálið

Forseti (HG):

Skrifl. brtt. hefur borizt frá hv. 3. þm. Reykv. við till. til þál. um sjálfstæðismálið, svo hljóðandi: „Á eftir orðinu „Danmörku“ komi: og sé sambandinu að fullu slitið — og í stað orðanna „frá formlegum“ komi orðin: formlega frá.

Þá hefur einnig borizt brtt. frá sama hv. þm. við till. til þál. um stjórnskipulag Íslands, svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði formlega stofnað á Íslandi, jafnskjótt og gengið verður frá endanlegri stjórnskipun ríkisins.“

Þessar till. eru of seint fram komnar og þurfa því afbrigði. Mun ég leita afbrigða fyrir báðar till. í einu, ef enginn mælir því í gegn.