19.02.1941
Efri deild: 3. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

3. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Það er eins með þetta frv., að það er staðfesting á bráðabirgðal, frá síðasta sumri. Þau voru sett til þess að hafa hendur í hári ólöglegra viðskipta, sem fram fara milli landsmanna og erlendra manna, sem hér eru staddir og íslenzk lög ná ekki til. Það hefur þótt koma í ljós, að talsverð brögð væru að því, að landsmenn kaupi vörur af hermönnum, og getur það ekki talizt óeðlilegt, þó að slík l. sem þessi séu sett.

Ég hef svo ekki meira um þetta að segja og legg til, að frv. verði visað til 2. umr. og fjhn.