21.05.1941
Neðri deild: 64. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í D-deild Alþingistíðinda. (3566)

152. mál, kirkjubyggingar í Skálholti og á Þingvöllum

*Sveinbjörn Högnason:

Ég verð að segja, að mér er ómögulegt að skilja rök hv. þm. N.-Þ., þegar hann segir, að það sé hægara að koma fram þessu máli í sambandi við þessa till. til þál. og gera till. um leið sem umfangsmesta. Betra mun vera að flytja þetta smátt og smátt, en ráðast ekki í allt í einu, því að það skapar aðeins upplausn.

Ég veit, að þessi hv. þm. er svo vanur málum, að hann skilur, að þetta eru ekki rétt rök. Ef kirkja verður byggð í Skálholti, þá er hægara um vik á eftir að hugsa um að flytja biskup þangað, en að flétta þessi tvö mál hvað inn í annað, það nær engri átt.