21.05.1941
Neðri deild: 64. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (3568)

152. mál, kirkjubyggingar í Skálholti og á Þingvöllum

*Sveinbjörn Högnason:

Það mun rétt hjá hv. þm. N.-Þ., að erfitt mun reynast að koma mér og öðrum hv. þm. í skilning um, að rök hv. þm. N.-Þ. séu á nokkru reist, — því hans rök benda ótvírætt í aðra átt. Ég get aldrei skilið, að hægara sé að koma óvinsælu máli fram í sambandi við mál, sem nýtur vinsælda, en aftur á móti veit ég,að það er hægt með því að eyðileggja mál, og mér er ekki grunlaust um, að slíkt sé hér á ferðinni hjá hv. þm. N.-Þ. — Ég get heitið hv. þm. N.-Þ. því, að seinna meir skal ég styðja hann í að fá biskupsstólinn fluttan, en þetta er fyrsta skrefið til endurreisnar þessum stólum, og hann á að styðja að því, að þetta nái fram að ganga til sóma og blessunar fyrir þjóðina.