26.04.1941
Efri deild: 45. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (3598)

116. mál, hestavegir meðfram akbrautum

*Jóhann Jósefsson:

Ég skal nú ekki segja neitt sérstakt um þessa tillögu, nema hér er auðsæilega að ræða um góðan tilgang og þarft mál í alla staði, og skemmtilegt væri að geta hrundið þessu í framkvæmd.

En ég vil skjóta því til deildarinnar og hæstv. forseta, hvort ekki væri rétt að fresta afgr. till., meðan hún færi til athugunar í nefnd. Mér virðist, að þessu máli geti fylgt nokkur kostnaður, a. m. k. sé það óumflýjanlegt, ef rannsóknin á að verða nokkurn veginn ábyggileg. Einmitt af því, að ég tel hér vera um nokkuð þýðingarmikið mál að ræða og skil, þótt ekki sé ég hestamaður, nauðsyn verulegra aðgerða að rannsókn lokinni, vil ég eindregið leggja til að vísa málinu til n., líklega allshn. (JJ: Eða samgmn.). Já, eða samgmn., ef vill, og umr. verði frestað að sinni.