26.04.1941
Efri deild: 45. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (3599)

116. mál, hestavegir meðfram akbrautum

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti! Ég mun greiða þessari till. atkvæði. Mér finnst í henni felast efni, sem er vissulega rannsóknarvert. Ég er einnig fylgjandi því, að till. fari til nefndar. Hún hlýtur að leiða til kostnaðar, áður en lýkur. Og það vildi ég þó, að við yrðum þess megnugir að koma þessu í framkvæmd. Á akvegunum er nokkur hætta fyrir ríðandi menn. Og það er hverju orði sannara, að hesturinn hefur lengst þjóðarævinnar verið bezti farkostur okkar á landi, og við megum ekki missa notin af honum.