16.06.1941
Sameinað þing: 28. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í D-deild Alþingistíðinda. (3664)

138. mál, kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka Íslands h/f

*Pétur Ottesen:

Það eru aðeins nokkur orð í tilefni af því, að mér virðast hv. alþm. gera allt of mikinn mun á þessum 2 till. um afgr. þessa máls, sem hér liggur fyrir. Í báðum þessum till. er gerð sú breyt., að gert er ráð fyrir því, að þessi kaup séu gerð til þess að greiða fyrir hinum upprunalegu eigendum þessara bréfa, –auk þess er í báðum tilfellunum lögð rík áherzla á það, að fram fari nákvæm rannsókn, á því, hvert sé hið raunverulega verðmæti þessara bréfa. Það, sem á milli ber, er aðeins það, hvort leggja eigi þessa rannsókn fyrir Alþ. eða hvort leyfa eigi ríkisstj. að gera þessar ráðstafanir. Ég vildi aðeins láta það koma fram, að það er í rauninni lítið, sem þarna ber á milli um þessar till. Ég skal svo ekki blanda mér frekar inn í þetta mál.