16.06.1941
Sameinað þing: 28. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í D-deild Alþingistíðinda. (3678)

172. mál, verðuppbót á mjólk og mjólkurafurðir

*Eiríkur Einarsson:

Ég mun hafa þetta örstutt, aðeins láta mína skoðun í ljós í sem allra fæstum orðum. — Ég sé ekki annað en að till. sé í fyllsta máta sanngjörn og eðlileg, og till mótmæli gegn henni eru óþörf. Það, sem liggur til grundvallar þessari till. til þál. frá þessum hv. þm., eru aðeins sanngjarnar bætur til handa framleiðslu landsins með tilliti til þeirrar röskunar, sem nú hefur orðið á siglingum og þar af leiðandi á útflutningi innlendra vara.

Ég vænti þess, að hæstv. stjórnarvöld sýni þessu máli sóma, svo allir megi við una, jafnt framleiðendur sem hinir, og enginn þurfi að öfunda annan.

Ég treysti því, að sanngirnin fái hér sigrað og þessi till. verði samþ.