17.04.1941
Neðri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (3693)

100. mál, hafnbannsyfirlýsing Þjóðverja

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég vil undirstrika það, að ræða síðasta ræðumanns var mjög, átakanleg sönnun um það, að það er ekki hægt að trúa slíkum mönnum sem honum fyrir viðkvæmum málum, er varða afstöðuna út á við, — ræða hans var öll ein sannanakeðja um það atriði. Auk þess vil ég geta þess, að þeir menn, sem ekki lúta fyrst og fremst íslenzkri stjórn, heldur stjórn erlends einræðisríkis, eiga engan rétt til þess að ræða um málefni Íslands og meðferð þeirra gagnvart öðrum þjóðum.