04.06.1941
Neðri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í D-deild Alþingistíðinda. (3698)

163. mál, garðyrkjufélög

*Flm. (Gísli Guðmundsson) :

Ég þarf ekki að mæla mörg orð fyrir þessari till. Efni hennar er það, að skora á ríkisstj. að veita stuðning félögum, sem stofnuð kunna að verða með samvinnusniði til garðræktar, og það verði gert með þeim hætti, að þeim verði hjálpað til að útvega land og einnig með styrk af því fé, sem er ætlað á fjárl. til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.

Það er enginn vafi, að aukning jarðræktar er eitt af því allra nauðsynlegasta í þjóðfélaginu, ekki sízt nú á þessum alvarlegu tímum og ef einhverjir menn vildu hefjast handa í því efni, þá er vissulega vert að styrkja þá viðleitni. Mér er kunnugt, að fyrir Alþingi liggur a. m. k. eitt erindi frá mönnum, sem hafa áhuga fyrir þessu, og má það telja tilefni þess, að slík till. er flutt.

Ég tel rétt, að landbn. fái þetta mál til meðferðar. Ég legg því til, að umr. verði frestað og málinu vísað til landbn.