12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Ísleifur Högnason:

Hv. alþingismönnum mun vera það ljóst, sem um er getið í blöðum stjórnarflokkanna, að nýtt hafi komið fram, sem gerir nauðsynlegt að fresta kosningum. Ég vil gera þá fyrirspurn til ríkisstj., hvað nýtt hafi komið fram, svo kosningum þurfi að fresta, og hvers vegna allir alþm. fá ekki að vita um þessa nýju ástæðu. Ég vil biðja hæstv. forseta að koma fyrirspurn minni til ríkisstj. og vænti svars hið bráðasta.