18.04.1941
Neðri deild: 39. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

N. hefur ekki sérstaklega talað um það, hvað yrði notað af sumarbústöðum til þess, sem þetta frv. ræðir um, eða hvað yrði um þá ráðið. En hún var sammála um það, að stj., sem hefði þetta á valdi sínu, mundi framkvæma þetta á bann veg, að ekki yrði gengið á húsnæði, sem annars mundi verða notað til íbúðar, eins og mundi verða um sumarbústaði. Eins taldi hún líka eðlilegt, að ekki yrði tekið til þessara nota húsnæði í sveitum, þó að þar væri rúmt og því rúm fyrir fleira fólk, eins og t. d. á sumum sveitaheimilum, ef annars er búið í því húsnæði, en sérstaklega yrðu tekin skólahús og samkomuhús, sem hentug væru til dvalar fyrir börn yfir sumarið, og það framkvæmt eins mildilega gagnvart þeim, sem fyrir eru, eins og mögulegt er. Hitt mega menn alveg gera sér ljóst, að ef hætta á loftárásum ykist hér í Reykjavík og til þess þyrfti að koma í stórum stíl að flytja fólk burt úr bænum, þá yrði vitanlega tekið það húsnæði, sem til er, og menn verða að sætta sig við það.

Í frv. um loftvarnan. er heimildin miklu víðtækari. Þar er gert ráð fyrir, að allt slíkt húsnæði mætti nota, sem hægt er, ekki aðeins fyrir börn og mæður, heldur allt fólkið, sem þyrfti að yfirgefa kaupstaðina vegna loftárása, t, d. ef hús væru brunnin eða þ. u. 1.

En án þess að sumarbústaðir væru sérstaklega nefndir, þá var þetta skilningur n., að eins mildilega væri farið í þetta eins og mögulegt væri. Og þá yrði tillit tekið til þess, sem hv. þm. V.-Húnv. minntist á, eins og hægt er. Og ef það brýtur í bág við nauðsynleg afnot sveitarstjórna, þá mundi það vera forðazt eins og hægt er að taka þau hús, sem, hv. þm. nefndi. En þetta er framkvæmdaratriði, sem stj. og þær n., sem hefðu þessi mál með höndum; gerðu sínar ákvarðanir um, sem sennilega mundi verða stj. rauða krossins og loftvarnan., sem hefðu þetta með höndum.

Ég vil aðeins geta þess, að sá munur er á frv. þessu um mæður og börn og hinu frv. um loftvarnan., að hér er gert ráð fyrir, að það verði smátt og smátt flutt burt úr bænum börn og mæður, og þá er hægt að koma því við, að það komi þeim ekki illa, sem fyrir eru í sveitunum. En í hinu frv. er gert ráð fyrir því, að í augnablikshættu verði að flytja fólk úr kaupstöðum og framkvæmdir á því verði í samræmi við það.