18.04.1941
Neðri deild: 40. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í B-deild Alþingistíðinda. (448)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Sveinbjörn Högnason:

Það gleður mig, að hv. allshn. hefur bætt ráð sitt og lagfært nokkuð orðalag 1. gr. frv., þannig að með brtt. n. er frv. frambærilegt til þess að verða samþ. af hv. d. En það var það ekki, áður en þessi brtt. kom fram. Hv. n. hefur lagfært orðalag gr. þannig, að það fólk, sem í sveitunum býr, er ekki með öllu réttlaust, eins og hefði mátt skilja með upphaflega orðalaginu á frv. Og get ég því lýst yfir því, að við flm. brtt. á þskj. 216 getum tekið hana aftur, ef þessi brtt. n. verður samþ. Því að það er rétt hjá hv, frsm., að enginn efnismunur er á því, sem ég og hv. þm. V.-Húnv. héldum fram hér í dag, og yfirlýsingum ráðh., en það var mjög miltill munur á gr. að þessari brtt. samþ. og áður en breyt. var á henni gerð. Þess vegna vil ég lýsa ánægju minni yfir því, að breyt. var gerð.