24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

32. mál, fjarskipti

*Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti! Svo sem nál, á þskj. 81 ber með sér, hefur samgmn. haft til meðferðar þetta frv., sem er að efni hið sama og hún fjallaði hér um í fyrra og veitti meðmæli sín eins og það var þá og eins og á stóð þá. Nú hefur það verið aukið lítið eitt. Það orkar tvímælis, eins og tekið er fram í nál., hvort lögleiða ætti sumt, sem í frv. stendur, ef allt væri með felldu. Einstakir þm. í samgmn. áskilja sér því fullan rétt til að beita sér fyrir breytingum á þessari löggjöf, undireins ef ástand breyttist. Nú mun hins vegar rétt að hafa þessi ákvæði í lögum, og leggur n. til að samþ. frv. óbreytt.